Deilt um fordæmi fyrir sektum 15. október 2004 00:01 Íslensk samkeppnislög eru byggð á fyrirmyndum frá hinum Norðurlöndunum og hafa dómar sem fallið hafa í samkeppnismálum fyrir rétti á Norðurlöndunum verið notaðir sem fordæmi í dómum hér á landi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur í janúar að viðurkenna sekt sína á meintu ólöglegu samráði og greiða sektir sem numu alls um 1,8 milljörðum króna. Olíufélaginu var gert að greiða 300 milljónir, Olís 420 milljónir og Skeljungi 480 milljónir. Þá hafði verið dreginn frá afsláttur vegna sýndrar samvinnu við rannsókn málsins. Olíufélögin höfnuðu boði Samkeppnisstofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meginástæðan fyrir ákvörðun olíufélagann hafi verið sú að þau teldu fullvíst að sektirnar yrðu lækkaðar töluvert færi málið fyrir dómstóla og þau dæmdust sek. Forsendan fyrir því mati olíufélaganna er sú að ekki tíðkast í löndunum í kringum okkur að beita hærri sektum í sambærilegum málum en sem nemur 2,4 prósentum af heildarveltu fyrirtækisins sem dæmt er. Algengustu sektirnar eru þó nær einu prósenti. Á Íslandi er aðeins eitt fordæmi um dómsmál er fyrirtæki voru dæmd fyrir að hafa ólöglegt samráð. Var það grænmetismálið svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hafði Samkeppnisráð gert kröfu um sekt sem var síðan lækkuð um allt að 85 prósent í Hæstarétti. Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður, sem fór með mál Mata í grænmetismálinu, segir að margt sé líkt með því málinu og máli olíufélaganna. "Grænmetismálið byrjaði með húsleit, alveg eins og olíumálið, og grunur var um samráð. Í kjölfarið var málið rannsakað, við og við bárust fyrirspurnir og beðið var um gögn og hlutaðeigendur kallaðir í skýrslutöku," segir Þórunn. "Þá kom frumathugun frá Samkeppnisstofnun sem fyrirtækin fengu kost á að andmæla og loks birti Samkeppnisráð ákvörðun sína. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og fór málið áfram þaðan til dómstóla. Niðurstaðan var sú að úrskurður áfrýjunarnefndar lækkaði sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent og var sú niðurstaða að lokum staðfest í Hæstarétti," segir Þórunn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga olíufélögin von á því að verði þau dæmd sek fyrir dómstólum muni sektarfjárhæð verða líkari því sem tíðkast á Norðurlöndunum en því sem Samkeppnisstofnun bauð í janúar. Tilboð Samkeppnisstofnunar samsvaraði allt að 5 prósentum af veltu hvers fyrirtækis. Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja sem úrskurðuð eða dæmd hefur verið í Noregi er 1,5 prósent af veltu fyrirtækisins. Dómurinn féll í hæstarétti 1995 og varðaði ólögmætt verðsamráð pappafyrirtækja á árunum 1983 til 1990. Í Svíþjóð dæmdi hæstiréttur fyrirtæki til að greiða sekt er nam 2,4 prósentum af ársveltu þess. Málið varðaði þrjú fyrirtæki er framleiddu plaströr og höfðu haft ólöglegt verðsamráð og skipt á milli sín markaðnum á árunum 1993 til 1995. Fréttablaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að olíufélögin telji líklegt að Samkeppnisráð muni meðal annars vísa til EES-reglna varðandi sektarframkvæmdir þegar úrskurður í máli olíufélaganna verður kveðinn upp. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fer með framkvæmd á samkeppnisreglum samkvæmt EES-samningnum. ESA birti leiðbeiningarreglur um sektir í janúar á síðasta ári. Í þeim er farið í gegnum ákveðin þrep til að meta sektarfjárhæð. Fyrst er reiknuð út ákveðin grunnupphæð þar sem brotum er raðað eftir alvarleika í minniháttar brot, alvarleg brot og mjög alvarleg brot. Ef um er að ræða mjög alvarleg brot eru hugsanlegar sektir yfir 20 milljónum evra, eða um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Því næst er tímalengd brotanna látin hafa áhrif á sektarupphæð. Ef brotið hefur staðið yfir í skamman tíma er engin hækkun, ef það hefur varað í miðlungslangan tíma, eitt til fimm ár, hækkar sektin um allt að 50 prósent. Ef brotið hefur staðið í langan tíma, eða lengur en fimm ár, hækkar sektin um tíu prósent að auki fyrir hvert ár. Þá eru reiknaðar í dæmið þyngjandi eða mildandi ástæður og hækkar eða lækkar sektin í samræmi við það. Sektarhámarkið hjá ESA er tíu prósent af veltu fyrirtækisins. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, segir að EES-reglurnar myndu gilda ef ESA rannsakaði stórt samráðsmál á íslandi. "Því er hins vegar haldið fram að EES-reglurnar gildi bara um milliríkjaviðskipti. Það er rangt," segir Ásgeir. "Evrópudómstóllinn hefur túlkað þetta þannig að skilyrðið um að hafa áhrif á milliríkjaviðskipti sé uppfyllt þegar einhver samningur eða eitthvað samráð hefur bein eða óbein raunveruleg eða möguleg áhrif," segir Ásgeir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Íslensk samkeppnislög eru byggð á fyrirmyndum frá hinum Norðurlöndunum og hafa dómar sem fallið hafa í samkeppnismálum fyrir rétti á Norðurlöndunum verið notaðir sem fordæmi í dómum hér á landi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur í janúar að viðurkenna sekt sína á meintu ólöglegu samráði og greiða sektir sem numu alls um 1,8 milljörðum króna. Olíufélaginu var gert að greiða 300 milljónir, Olís 420 milljónir og Skeljungi 480 milljónir. Þá hafði verið dreginn frá afsláttur vegna sýndrar samvinnu við rannsókn málsins. Olíufélögin höfnuðu boði Samkeppnisstofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meginástæðan fyrir ákvörðun olíufélagann hafi verið sú að þau teldu fullvíst að sektirnar yrðu lækkaðar töluvert færi málið fyrir dómstóla og þau dæmdust sek. Forsendan fyrir því mati olíufélaganna er sú að ekki tíðkast í löndunum í kringum okkur að beita hærri sektum í sambærilegum málum en sem nemur 2,4 prósentum af heildarveltu fyrirtækisins sem dæmt er. Algengustu sektirnar eru þó nær einu prósenti. Á Íslandi er aðeins eitt fordæmi um dómsmál er fyrirtæki voru dæmd fyrir að hafa ólöglegt samráð. Var það grænmetismálið svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hafði Samkeppnisráð gert kröfu um sekt sem var síðan lækkuð um allt að 85 prósent í Hæstarétti. Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður, sem fór með mál Mata í grænmetismálinu, segir að margt sé líkt með því málinu og máli olíufélaganna. "Grænmetismálið byrjaði með húsleit, alveg eins og olíumálið, og grunur var um samráð. Í kjölfarið var málið rannsakað, við og við bárust fyrirspurnir og beðið var um gögn og hlutaðeigendur kallaðir í skýrslutöku," segir Þórunn. "Þá kom frumathugun frá Samkeppnisstofnun sem fyrirtækin fengu kost á að andmæla og loks birti Samkeppnisráð ákvörðun sína. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og fór málið áfram þaðan til dómstóla. Niðurstaðan var sú að úrskurður áfrýjunarnefndar lækkaði sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent og var sú niðurstaða að lokum staðfest í Hæstarétti," segir Þórunn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga olíufélögin von á því að verði þau dæmd sek fyrir dómstólum muni sektarfjárhæð verða líkari því sem tíðkast á Norðurlöndunum en því sem Samkeppnisstofnun bauð í janúar. Tilboð Samkeppnisstofnunar samsvaraði allt að 5 prósentum af veltu hvers fyrirtækis. Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja sem úrskurðuð eða dæmd hefur verið í Noregi er 1,5 prósent af veltu fyrirtækisins. Dómurinn féll í hæstarétti 1995 og varðaði ólögmætt verðsamráð pappafyrirtækja á árunum 1983 til 1990. Í Svíþjóð dæmdi hæstiréttur fyrirtæki til að greiða sekt er nam 2,4 prósentum af ársveltu þess. Málið varðaði þrjú fyrirtæki er framleiddu plaströr og höfðu haft ólöglegt verðsamráð og skipt á milli sín markaðnum á árunum 1993 til 1995. Fréttablaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að olíufélögin telji líklegt að Samkeppnisráð muni meðal annars vísa til EES-reglna varðandi sektarframkvæmdir þegar úrskurður í máli olíufélaganna verður kveðinn upp. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fer með framkvæmd á samkeppnisreglum samkvæmt EES-samningnum. ESA birti leiðbeiningarreglur um sektir í janúar á síðasta ári. Í þeim er farið í gegnum ákveðin þrep til að meta sektarfjárhæð. Fyrst er reiknuð út ákveðin grunnupphæð þar sem brotum er raðað eftir alvarleika í minniháttar brot, alvarleg brot og mjög alvarleg brot. Ef um er að ræða mjög alvarleg brot eru hugsanlegar sektir yfir 20 milljónum evra, eða um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Því næst er tímalengd brotanna látin hafa áhrif á sektarupphæð. Ef brotið hefur staðið yfir í skamman tíma er engin hækkun, ef það hefur varað í miðlungslangan tíma, eitt til fimm ár, hækkar sektin um allt að 50 prósent. Ef brotið hefur staðið í langan tíma, eða lengur en fimm ár, hækkar sektin um tíu prósent að auki fyrir hvert ár. Þá eru reiknaðar í dæmið þyngjandi eða mildandi ástæður og hækkar eða lækkar sektin í samræmi við það. Sektarhámarkið hjá ESA er tíu prósent af veltu fyrirtækisins. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, segir að EES-reglurnar myndu gilda ef ESA rannsakaði stórt samráðsmál á íslandi. "Því er hins vegar haldið fram að EES-reglurnar gildi bara um milliríkjaviðskipti. Það er rangt," segir Ásgeir. "Evrópudómstóllinn hefur túlkað þetta þannig að skilyrðið um að hafa áhrif á milliríkjaviðskipti sé uppfyllt þegar einhver samningur eða eitthvað samráð hefur bein eða óbein raunveruleg eða möguleg áhrif," segir Ásgeir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent