Álitshnekkir fyrir Hæstarétt 13. október 2004 00:01 Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira