Lífið

Íbúðalánasjóður hækkar hámarkslán

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafa hækkað bæði fyrir kaup á notuðum og nýjum íbúðum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að hámarkslán á notuðum íbúðum fari úr 9,2 milljónum og nýjum íbúðum úr 9,7 milljónum upp í 11,5 milljónir. Þá fer hámarksfjárhæð viðbótarlána upp í þrettán milljónir. Hækkun hámarksfjárhæðarinnar er að vissu leyti jákvæð þar sem hún gerir verðmyndun á meðalstórum eignum skilvirkari en áður. Þrátt fyrir þessa hækkun er hámarksfjárhæð lána hjá Íbúðalánasjóði lægri en bankanna auk þess sem veðhlutfallið er lægra og vextir hærri. Samt sem áður hjálpar þessi hækkun efnaminni fjölskyldum, sem nú geta keypt dýrari eignir en áður. Þannig er Íbúðalánasjóður að styrkja þjónustu sína til hópa í samfélaginu og sinna þeirri félagslegu skyldu sem hann hefur gegnt í gegnum árin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×