Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar 9. október 2004 00:01 "Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent