Nefndin strax orðin umdeild 8. október 2004 00:01 Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels