Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði 8. október 2004 00:01 Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira