Handteknir á kajanum 6. október 2004 00:01 Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira