Vilja lagabreytingar 6. október 2004 00:01 Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira