Vilja lagabreytingar 6. október 2004 00:01 Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira