Sjómannaforystan berst við Brim 5. október 2004 00:01 Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira