Fótbolti í morgunsárið 5. október 2004 00:01 Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni." Heilsa Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni."
Heilsa Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira