Fyrsta stefnuræða Halldórs 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar". Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar".
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira