Lífið

Áhrif nýju lánanna að koma í ljós

Áhrif nýju húsnæðislána bankanna eru nú að koma í ljós samkvæmt hálffimm fréttum KB banka. Velta á fasteignamarkaði hefur aukist mikið síðastliðnar vikur og fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 275 vikuna 24.-30. september. Heildarveltan var 4.843 milljónir króna. Aðeins einu sinni áður hefur veltan verið meiri en það var fyrstu vikuna í júlí á þessu ári þegar veltan var 4.872 milljónir króna. Að öllu jöfnu líður nokkur tími frá því að kauptilboð berst þangað til kaupsamningum er þinglýst og eru áhrif af breytingunni því fyrst nú að koma í ljós svo einhverju nemi að sögn KB banka. Þar sem Íbúðalánasjóður hætti að birta vikulegar hreyfingaskýrslur um miðjan mánuðinn er erfitt að segja hvað áhrif breytingarnar hafa haft á rekstur sjóðsins. Samkvæmt bankanum er því erfitt fyrir markaðsaðila að átta sig á framboði íbúðabréfa nú um stundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×