Lægri matarskatt og betri skóla 3. október 2004 00:01 Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta. Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta.
Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira