80% drengja hala ólöglega niður 30. september 2004 00:01 Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira