Fjöldaganga kennara og nema 30. september 2004 00:01 Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira