Grefur undan réttinum 29. september 2004 00:01 "Ekki er lengur hægt að tala um að dómstólarnir séu fyllilega sjálfstæðir gagnvart framkvæmdarvaldinu. Því þarf að breyta, annars mun Ísland hverfa úr hópi réttarríkja," segir Eiríkur. "Hæstaréttardómararnir eru sjálfir óháðir í umsögn sinni. Eina markmið þeirra er að fá sem hæfastan dómara í réttinn og standa vörð um sjálfstæði réttarins. Nú eru tveir sjálfstæðismenn í Hæstarétti og grafa þeir undan réttinum. Þetta er stórhættulegt fyrir hinn almenna borgara því hann þarf oft að höfða mál gegn ríkinu," segir Eiríkur. Hann segist munu beita sér fyrir því að aðferðinni sem beitt er við skipun hæstaréttardómara verði breytt. "Það eru ýmsar leiðir til þess. Koma þarf í veg fyrir að einn ráðherra geti tekið geðþóttaákvörðun upp á sitt einsdæmi hver setjist í æðsta rétt þjóðarinnar. Þetta er einsdæmi. Þar sem sama fyrirkomulag ríkir og hér, að Hæstiréttur veiti umsögn, er nánast undantekningarlaust farið eftir þeirri umsögn," segir Eiríkur. Eiríkur kærði skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í fyrra til umboðsmanns Alþingis sem úrskurðaði hana ólögmæta. Aðspurður segir Eiríkur að það þjóni engum tilgangi að kæra að nýju til umboðsmanns eða að höfða dómsmál. "Þótt niðurstaðan kynni að verða sú að um ólögmæta skipun væri að ræða verður ekki hróflað við henni," segir Eiríkur sem vill taka það fram að þetta mál snúist ekki um persónur. Hann óskar Jóni Steinari velfarnaðar í starfinu. Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
"Ekki er lengur hægt að tala um að dómstólarnir séu fyllilega sjálfstæðir gagnvart framkvæmdarvaldinu. Því þarf að breyta, annars mun Ísland hverfa úr hópi réttarríkja," segir Eiríkur. "Hæstaréttardómararnir eru sjálfir óháðir í umsögn sinni. Eina markmið þeirra er að fá sem hæfastan dómara í réttinn og standa vörð um sjálfstæði réttarins. Nú eru tveir sjálfstæðismenn í Hæstarétti og grafa þeir undan réttinum. Þetta er stórhættulegt fyrir hinn almenna borgara því hann þarf oft að höfða mál gegn ríkinu," segir Eiríkur. Hann segist munu beita sér fyrir því að aðferðinni sem beitt er við skipun hæstaréttardómara verði breytt. "Það eru ýmsar leiðir til þess. Koma þarf í veg fyrir að einn ráðherra geti tekið geðþóttaákvörðun upp á sitt einsdæmi hver setjist í æðsta rétt þjóðarinnar. Þetta er einsdæmi. Þar sem sama fyrirkomulag ríkir og hér, að Hæstiréttur veiti umsögn, er nánast undantekningarlaust farið eftir þeirri umsögn," segir Eiríkur. Eiríkur kærði skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í fyrra til umboðsmanns Alþingis sem úrskurðaði hana ólögmæta. Aðspurður segir Eiríkur að það þjóni engum tilgangi að kæra að nýju til umboðsmanns eða að höfða dómsmál. "Þótt niðurstaðan kynni að verða sú að um ólögmæta skipun væri að ræða verður ekki hróflað við henni," segir Eiríkur sem vill taka það fram að þetta mál snúist ekki um persónur. Hann óskar Jóni Steinari velfarnaðar í starfinu.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira