Kristinn fékk viðvörun 29. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira