Brauðgerðarborð frá Frakklandi 29. september 2004 00:01 Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim. Hús og heimili Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim.
Hús og heimili Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira