Jón ekki einn um pólitík 29. september 2004 00:01 Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004. Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira