Einn á báti 28. september 2004 00:01 Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira