Tveggja vikna trommunámskeið 28. september 2004 00:01 "Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060. Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060.
Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira