Innlent

Fangaflótti í Svíþjóð

Tveir hættulegir fangar brutust út úr sænsku fangelsi í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi með því að taka fangavörð í gíslingu og hóta að skera hann á háls, ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Gríðarleg leit er nú gerð að föngunum og gíslinum en annar fanginn er morðingi og hinn stórtækur fíkniefnasmyglari. Margir hættulegir fangar hafa sloppið úr sænskum fangelsum upp á síðkastið, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit fangelsisyfrvalda um hertar öryggisaðgerðir í fangelsum og hefur Lena Ericson, yfirmaður sænskra fangelsismála, ákveðið að segja af sér og sænska stjórnarandstaðan krefst þess að dómsmálaráðherrann geri það líka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×