Stál í stál 21. september 2004 00:01 Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira
Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira