Innlent

Kennarar með 3.000 krónur á dag

Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. Fari önnur félög sambandsins s.s. framhaldsskóla- og leikskólakennarar í verkfall beri sjóðnum einnig að greiða þeim bætur. "Við borgum þeim kennurum sem eru í fullu starfi 3.000 krónur á dag. Við vitum ekki nákvæmlega hvað verkfall kennara kosta sjóðinn daglega. Sumir eru í hlutastarfi og skólastjórnar og staðgenglar fara ekki í verkfall," segir Árni. Hann segir reiknað með um 90 til 100 milljóna króna kostnaði á viku. Árni segir sjóðinn vel staddan, enda hafi verið safnað í hann á löngum tíma. Kennarar í fullu starfi verði greitt um 90 þúsund krónur í verkfallsbætur á mánuði. Af þeirri upphæð greiði kennarar skatt. "Þetta er tvísköttun fyrir marga. Greiðslur í vinnudeilusjóð eru teknar af launum kennara og síðan eru allar greiðslur úr sjóðnum skattlagðar," segir Árni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×