Lífið

Fleiri kjósa nýbyggingar

Bilið á milli byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs hefur verið að aukast að undanförnu samkvæmt morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í morgun. Hratt hækkandi verð á íbúðahúsnæði hefur leitt til þess að fleiri sjá sér nú hag í því en áður að fara út í nýbyggingar. Bankinn bendir á, þessu til staðfestingar, að lán Íbúðarlánasjóðs til nýbygginga á íbúðarhúsnæði hafi vaxið um ríflega 65% á hlaupandi verði á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil ársins 2003. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 5,2% á síðustu tólf mánuðum samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Húsnæðisverð, mælt sem undirliður í neysluverðsvísitölunni, hefur til samanburðar hækkað um 7,1% á sama tímabili segir að lokum í tilkynningu Íslandsbanka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×