Fá náttúruna inn til sín 20. september 2004 00:01 "Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug. Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug.
Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira