Kennaraverkfall hafið 19. september 2004 00:01 Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira