Fólk er af báðum kynjum 19. september 2004 00:01 Eymundur Hannesson fékk styrk frá Félagsþjónustunni til náms í félagsráðgjöf haustið 2002. Af hverju sóttirðu um þennan styrk? "Ég hugsaði mig lengi um áður en ég sótti um. Ég vissi um þær kvaðir sem fylgdu styrknum og vildi því vera alveg viss um að ég vildi vinna í eitt ár hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Ég vann svo sumarið 2002 sem ráðgjafi í afleysingum hjá Félagsþjónustunni og starfsandinn og allur sá stuðningur sem maður fékk réð baggamuninn. Fjölbreytileiki mála hefur líka mikið að segja. Að vinna á svona stórum vinnustað þar sem faglegur stuðningur og leiðbeining er til staðar er gott veganesti fyrir nýútskrifaðan fagmann." Var styrkurinn eða sú staðreynd að hann var veittur hvatning fyrir þig til að nema félagsráðgjöf? "Nei, ég hafði ekki frétt af styrknum þegar ég ákvað að leggja stund á félagsráðgjafanám. Ég kom í HÍ haustið 1999 með ákveðna stefnu sem ég hafði tekið vorið áður. Ég var það ákveðinn að ég flutti landshorna á milli til að leggja stund á þetta tiltekna nám og hef ekki séð eftir því." Hversu hár var styrkurinn? "200.000 kr. og hann kom sér mjög vel. Svona nám er dýrt, ekki síst þegar maður er ekki lengur unglingur, skuldbindingarnar eru orðnar meiri og kannski lífsstandardinn hærri. " Hvað finnst þér um slíka kynbundna styrki? "Mér finnst jákvæð mismunun rétt, en það er spurning hvort þetta ber þann árangur sem vonir stóðu til. Mér finnst að það þurfi að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum þar sem unnið er með fólki, það er jú af báðum kynjum." Atvinna Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eymundur Hannesson fékk styrk frá Félagsþjónustunni til náms í félagsráðgjöf haustið 2002. Af hverju sóttirðu um þennan styrk? "Ég hugsaði mig lengi um áður en ég sótti um. Ég vissi um þær kvaðir sem fylgdu styrknum og vildi því vera alveg viss um að ég vildi vinna í eitt ár hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Ég vann svo sumarið 2002 sem ráðgjafi í afleysingum hjá Félagsþjónustunni og starfsandinn og allur sá stuðningur sem maður fékk réð baggamuninn. Fjölbreytileiki mála hefur líka mikið að segja. Að vinna á svona stórum vinnustað þar sem faglegur stuðningur og leiðbeining er til staðar er gott veganesti fyrir nýútskrifaðan fagmann." Var styrkurinn eða sú staðreynd að hann var veittur hvatning fyrir þig til að nema félagsráðgjöf? "Nei, ég hafði ekki frétt af styrknum þegar ég ákvað að leggja stund á félagsráðgjafanám. Ég kom í HÍ haustið 1999 með ákveðna stefnu sem ég hafði tekið vorið áður. Ég var það ákveðinn að ég flutti landshorna á milli til að leggja stund á þetta tiltekna nám og hef ekki séð eftir því." Hversu hár var styrkurinn? "200.000 kr. og hann kom sér mjög vel. Svona nám er dýrt, ekki síst þegar maður er ekki lengur unglingur, skuldbindingarnar eru orðnar meiri og kannski lífsstandardinn hærri. " Hvað finnst þér um slíka kynbundna styrki? "Mér finnst jákvæð mismunun rétt, en það er spurning hvort þetta ber þann árangur sem vonir stóðu til. Mér finnst að það þurfi að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum þar sem unnið er með fólki, það er jú af báðum kynjum."
Atvinna Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira