Ekkert svigrúm til launahækkana 17. september 2004 00:01 Sveitarfélögin hafa einfaldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. "Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki," segir Guðmundur. Stefán J. Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ríkið hafa svelt grunnskólann lengi fyrir flutninginn til sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi gert endanlegan samning við ríkið þegar þau tóku við grunnskólunum og eigi ekki von á auka fjárveitingu. "Ég held að sveitarfélögin hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað mikið skorti á eftir að ríkið hafði verið með skólana í svelti. Launakjörin voru slæm og grunnskólinn var í mikilli kreppu þegar ríkið skilaði honum af sér. Þær nauðsynlegu úrbætur sem hafa skilað sér í skólana hafa verið mjög kostnaðarsamar," segir Stefán Jón. Guðmundur segir ekki hægt að auka tekjur sveitarfélaga með einföldum hætti: "Það er ekki borðleggjandi að við sem íbúar séum tilbúnir að leggja á okkur hærri álögur og það liggur ekki í borði að það komi meiri tekjur frá ríkinu vegna grunnskólans. Það er víða þannig að erfitt er að reka aðra þjónustu þegar kostnaður við fræðslu er orðinn um 60 til 70 prósent. Þetta er flókinn og erfiður hnútur til úrlausnar." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sveitarfélögin hafa einfaldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. "Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki," segir Guðmundur. Stefán J. Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ríkið hafa svelt grunnskólann lengi fyrir flutninginn til sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi gert endanlegan samning við ríkið þegar þau tóku við grunnskólunum og eigi ekki von á auka fjárveitingu. "Ég held að sveitarfélögin hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað mikið skorti á eftir að ríkið hafði verið með skólana í svelti. Launakjörin voru slæm og grunnskólinn var í mikilli kreppu þegar ríkið skilaði honum af sér. Þær nauðsynlegu úrbætur sem hafa skilað sér í skólana hafa verið mjög kostnaðarsamar," segir Stefán Jón. Guðmundur segir ekki hægt að auka tekjur sveitarfélaga með einföldum hætti: "Það er ekki borðleggjandi að við sem íbúar séum tilbúnir að leggja á okkur hærri álögur og það liggur ekki í borði að það komi meiri tekjur frá ríkinu vegna grunnskólans. Það er víða þannig að erfitt er að reka aðra þjónustu þegar kostnaður við fræðslu er orðinn um 60 til 70 prósent. Þetta er flókinn og erfiður hnútur til úrlausnar."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira