Þetta er ekki deila ríkisins 17. september 2004 00:01 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira