Bitist um Valsheimilið 15. september 2004 00:01 KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira