Viðbúið að kennaraverkfall verði 15. september 2004 00:01 Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira