Hægt að afstýra verkfalli 14. september 2004 00:01 Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira