Lífið

Óttast ekki málsókn ASÍ

Bankarnir óttast ekki málssókn frá ASÍ fyrir að krefjast gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Þeir segja bann við slíku gjaldi eingöngu ná til lána sem eru tekin til skemmri tíma en fimm ára. Alþýðusamband Íslands segir að bankarnir brjóti lög þegar þeir krefjast 2% gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Telur sambandið þetta stangast á við lög um neytendalán og ætla að krefja bankana um skýringar. Í kjölfarið kemur til greina að sambandið leiti álits hjá Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitinu. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja segir þetta úr takti miðað við hvernig þessi lög hafi verið túlkuð hingað til. Þau nái eingöngu til skemmri tegunda lána, þ.e. stytri tíma en fimm ára, en ekki fasteignalána. Þetta sé meðal annars byggt á tilskipun Evrópusambandsins. Bankarnir ætla því að halda sínu striki en Guðjón segir öllum auðvitað frjálst að reyna leita réttar síns, en gerir ráð fyrir að niðurstaða Samkeppnisráðs og Fjármálaeftirlitsins verði á sama veg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×