Freysgoði á fjalirnar 8. september 2004 00:01 "Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim." Leikhús Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira
"Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim."
Leikhús Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira