Iðnaðarmenn í sólskini 25. ágúst 2004 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu." Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu."
Hús og heimili Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira