Mímir-Símenntun 25. ágúst 2004 00:01 Dagskrá haustsins hjá Mími - Símenntun verður spennandi að vanda að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra. "Starfsemin hjá okkur er tvíþætt, annarsvegar eru tómstundanámskeið fyrir börn og fullorðna og hinsvegar starfstengd námskeið. Sem dæmi um námskeið í flokknum Listir og Menning má nefna að í haust verður í fyrsta skipti námskeið hjá Kristni R. Ólafssyni sem nefnist "Háborgin Spánar...Madrid í máli og myndum" og við hlökkum mjög til að fá Kristinn til að fræða okkur um hina fornfrægu borg. Boðið verður upp á námskeiðið "Menningarheimur Araba" sem Jóhanna Kristjónsdóttir kennir en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við vonumst til að fá Guðberg Bergsson til að halda aftur námskeiðið um Don Kíkóta sem naut fádæma vinsælda. Í tungumálanáminu er það helsta nýjungin að við munum bjóða upp á tungumálanámskeið til eininga til framhaldsskóla og fólk getur valið að taka byrjunaráfangana frekar hér hjá okkur en í skólanum. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á tungumálakennslu og verðum með 15-20 tungumál á boðstólum í haust, ýmist hóptíma eða einkatíma," segir Hulda. "Við verðum líka með einn flokk sem við köllum Gagn og gaman og þar verður Ragnhildur Sigurðardóttir golfkona áfram með golfkennslu fyrir konur, en einnig eru þar ýmis námskeið t.d. í framandi matargerð. Svo eru ýmis starfstengd og almenn námskeið í samstarfi við stéttarfélög. Dæmi um það er námskeið sem við köllum Grunnmenntaskólann og eru fyrir þá sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi. Það liggur fyrir að þessi Grunnmenntaskóli verði metinn til 24 eininga inn í framhaldsskóla og það er mjög mikilvæg brú fyrir ófaglært fólk yfir í formlegt nám. Í þessu námi verðum við vör við að þeir sem hafa misst sjálfstraust til náms fá það aftur. Svo höfum við verið með námskeið fyrir lesblinda sem hafa mælst mjög vel fyrir og við munum halda þeim áfram." En ætlar Hulda að sækja einhver þessara námskeiða sjálf? "Já, ég ætla að sækja námskeiðið hjá Kristni R. Ólafssyni og vonandi fleiri ef tími vinnst til." Námskeiðin byrja 15.september og fer skráning fram á heimasíðunni mimir.is eða í síma 580 1800. Nám Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dagskrá haustsins hjá Mími - Símenntun verður spennandi að vanda að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra. "Starfsemin hjá okkur er tvíþætt, annarsvegar eru tómstundanámskeið fyrir börn og fullorðna og hinsvegar starfstengd námskeið. Sem dæmi um námskeið í flokknum Listir og Menning má nefna að í haust verður í fyrsta skipti námskeið hjá Kristni R. Ólafssyni sem nefnist "Háborgin Spánar...Madrid í máli og myndum" og við hlökkum mjög til að fá Kristinn til að fræða okkur um hina fornfrægu borg. Boðið verður upp á námskeiðið "Menningarheimur Araba" sem Jóhanna Kristjónsdóttir kennir en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við vonumst til að fá Guðberg Bergsson til að halda aftur námskeiðið um Don Kíkóta sem naut fádæma vinsælda. Í tungumálanáminu er það helsta nýjungin að við munum bjóða upp á tungumálanámskeið til eininga til framhaldsskóla og fólk getur valið að taka byrjunaráfangana frekar hér hjá okkur en í skólanum. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á tungumálakennslu og verðum með 15-20 tungumál á boðstólum í haust, ýmist hóptíma eða einkatíma," segir Hulda. "Við verðum líka með einn flokk sem við köllum Gagn og gaman og þar verður Ragnhildur Sigurðardóttir golfkona áfram með golfkennslu fyrir konur, en einnig eru þar ýmis námskeið t.d. í framandi matargerð. Svo eru ýmis starfstengd og almenn námskeið í samstarfi við stéttarfélög. Dæmi um það er námskeið sem við köllum Grunnmenntaskólann og eru fyrir þá sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi. Það liggur fyrir að þessi Grunnmenntaskóli verði metinn til 24 eininga inn í framhaldsskóla og það er mjög mikilvæg brú fyrir ófaglært fólk yfir í formlegt nám. Í þessu námi verðum við vör við að þeir sem hafa misst sjálfstraust til náms fá það aftur. Svo höfum við verið með námskeið fyrir lesblinda sem hafa mælst mjög vel fyrir og við munum halda þeim áfram." En ætlar Hulda að sækja einhver þessara námskeiða sjálf? "Já, ég ætla að sækja námskeiðið hjá Kristni R. Ólafssyni og vonandi fleiri ef tími vinnst til." Námskeiðin byrja 15.september og fer skráning fram á heimasíðunni mimir.is eða í síma 580 1800.
Nám Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira