Verðstríð á skólavörumarkaði 25. ágúst 2004 00:01 Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira