Baðherberginu breytt 23. ágúst 2004 00:01 "Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi. Hús og heimili Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
"Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi.
Hús og heimili Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira