
Menning
Sportsaumakonur mótmæla

Tuttugu konur stilltu sér upp með saumavélar á húsþaki við rætur Akrópólishæðar í Aþenu nýlega. Þær voru að vekja athygli á kjörum og aðstæðum hundruð þúsunda launafólks í þeim geira fataiðnaðarins sem framleiðir sportfatnað. Þar tíðkast langur vinnutími, lág laun, áreiti og margháttuð mismunun. Aðgerðirnar eru liður í alþjóðlegri herferð gegn ástandinu en mikið vantar upp á að lágmarksréttindi launafólks séu virt af öllum aðilum í þessum iðnaði. Alþjóða ólympíunefndin hafnaði því að taka við mótmælum um 500 þúsunda einstaklinga.