Létu lúta eikarparketið 3. ágúst 2004 00:01 Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira