Lífið

Að hreinsa silfur

Það getur verið þrautin þyngri að hreinsa silfur sem mikið er fallið á. Hér kemur húsráð sem hefur reynst mörgum ágætlega í að flikka upp á silfurgripi sem muna sinn fífil fegurri. Setjið um 10 cm lengju af álfilmu í plastfötu og hellið yfir tveimur lítrum af soðnu vatni (köldu vatni, ekki hitaveituvatni). Hellið því næst einum bolla af bökunarsóda í vatnið (ef sódinn er nýlegur ætti hann að verða dálítið froðukenndur á yfirborðinu). Dýfið silfrinu ofan í blönduna og látið sitja þar í 30 mínútur. Að þeim tíma liðnum er það tekið upp úr, skolað og strokið yfir það með hreinum klút.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×