Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg 23. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira