Grænmetisátak í uppsiglingu 22. júlí 2004 00:01 "Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum. Matur Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum.
Matur Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira