Tuskulegur kjóll 19. júlí 2004 00:01 "Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band." Tíska og hönnun Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band."
Tíska og hönnun Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira