Tuskulegur kjóll 19. júlí 2004 00:01 "Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band." Tíska og hönnun Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band."
Tíska og hönnun Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira