Framsókn fer fram á viðræður 14. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent