Fer óbreytt úr allsherjarnefnd 14. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira