Framúrkeyrslur óviðunandi 12. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira