Njóttu sólarinnar 5. júlí 2004 00:01 Nú er sumarið komið og margir farnir í tilheyrandi sumarfrí. Sumir eiga það eftir, sumir eru búnir með það og sumir fá einfaldlega ekkert sumarfrí. Á heitum sumardögum er oft erfitt að einbeita sér að vinnunni. Freistandi er að horfa út um gluggann, láta hugann reika og gleyma mikilvægum verkefnum og skilafrestum. Þó er ekki öll von úti enn og ekkert mál að flytja sumarið inn á skrifstofuna. Ef þú kemst ekki út á daginn til að njóta sumarmánaðanna reyndu þá að koma með sumarið inn. Tíndu sumarblóm og settu þau á skrifborðið þitt í vinnunni. Ef þú vinnur við tölvu þá geturðu sett einhverja sumarlega mynd á skjáinn og spilað hressa og sumarlega tónlist. Opnaðu gluggana, farðu úr skónum og njóttu sumarsins - innandyra. Gerðu sem mest úr matartímanum. Taktu þér þann matartíma sem þú mátt og gerðu eitthvað sniðugt. Komdu með nesti, finndu fallegan grasblett og farðu í litla lautarferð. Einnig er hægt að finna kaffihús þar sem hægt er að sitja úti í sólinni. Góð pása yfir daginn tryggir meiri afköst. Farðu með vinnuna út ef þú getur. Athugaðu hvort þú getur flutt fundi út eða sest á bekk með fartölvuna og unnið í sólskininu. Athugaðu hvort þú getur unnið þér inn aukatíma. Kannski leyfir fyrirtækið þér að vinna aðeins lengur einn daginn og sleppa þannig fyrr einhvern annan dag. Þú gætir unnið aðeins lengur alla vikuna og farið fyrr á föstudögum og notið dagsins. Hreyfðu þig. Farðu á morgnana eða eftir vinnu í ræktina, sund eða út að ganga. Reyndu að fá vinnufélagana með og stofna ef til vill gönguklúbb. Þú getur líka hreyft þig í matartímanum og tekið góðan göngutúr nálægt vinnunni. Farðu í frí! Notaðu allt sumarfríið þitt og taktu þér ærlegt frí til að slappa af. Þú þarft ekkert endilega að fara til útlanda heldur frekar njóta rós og næðis hér heima fyrir. Ef þú tekur þér eitt gott frí yfir sumartímann þá tryggir það að þú kemur endurnærð/ur til vinnu og heldur betur á spöðunum. Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú er sumarið komið og margir farnir í tilheyrandi sumarfrí. Sumir eiga það eftir, sumir eru búnir með það og sumir fá einfaldlega ekkert sumarfrí. Á heitum sumardögum er oft erfitt að einbeita sér að vinnunni. Freistandi er að horfa út um gluggann, láta hugann reika og gleyma mikilvægum verkefnum og skilafrestum. Þó er ekki öll von úti enn og ekkert mál að flytja sumarið inn á skrifstofuna. Ef þú kemst ekki út á daginn til að njóta sumarmánaðanna reyndu þá að koma með sumarið inn. Tíndu sumarblóm og settu þau á skrifborðið þitt í vinnunni. Ef þú vinnur við tölvu þá geturðu sett einhverja sumarlega mynd á skjáinn og spilað hressa og sumarlega tónlist. Opnaðu gluggana, farðu úr skónum og njóttu sumarsins - innandyra. Gerðu sem mest úr matartímanum. Taktu þér þann matartíma sem þú mátt og gerðu eitthvað sniðugt. Komdu með nesti, finndu fallegan grasblett og farðu í litla lautarferð. Einnig er hægt að finna kaffihús þar sem hægt er að sitja úti í sólinni. Góð pása yfir daginn tryggir meiri afköst. Farðu með vinnuna út ef þú getur. Athugaðu hvort þú getur flutt fundi út eða sest á bekk með fartölvuna og unnið í sólskininu. Athugaðu hvort þú getur unnið þér inn aukatíma. Kannski leyfir fyrirtækið þér að vinna aðeins lengur einn daginn og sleppa þannig fyrr einhvern annan dag. Þú gætir unnið aðeins lengur alla vikuna og farið fyrr á föstudögum og notið dagsins. Hreyfðu þig. Farðu á morgnana eða eftir vinnu í ræktina, sund eða út að ganga. Reyndu að fá vinnufélagana með og stofna ef til vill gönguklúbb. Þú getur líka hreyft þig í matartímanum og tekið góðan göngutúr nálægt vinnunni. Farðu í frí! Notaðu allt sumarfríið þitt og taktu þér ærlegt frí til að slappa af. Þú þarft ekkert endilega að fara til útlanda heldur frekar njóta rós og næðis hér heima fyrir. Ef þú tekur þér eitt gott frí yfir sumartímann þá tryggir það að þú kemur endurnærð/ur til vinnu og heldur betur á spöðunum.
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira